Ný sumargjöf - 01.01.1862, Blaðsíða 101
101
frjettum, gufuskipum, járnbrautum og öðru þess konar:
en þær eru sönn viðleitni til þess að skilja eðli mann-
legs fjelags; ætlun hvers einstaks manns í fjelaginu.
og að sameina nauin veraldlegra gæða, ágæti andans
og öíl náttúrunnar til einnar samverkandi heildar með
rjettvísi og skynsemi. Eitt land, sem enga hraðfrjett
hefur, og enga járnbraut á, getur verið þúsund sinnum
l'arsælla en það land, sem úir af þessum auði. Sá
sem hefur það hugfast, að efla almenna og sanna vel-
gengni og upplýsingu ættjarðar sinnar á þann hátt.
sem tíminn og kringumstæðurnar leyfa, hann hefur
langtum tignarlegra ætlunarverk og er miklu meira
verður en sá sem eys út gulli og silfri til þess að
framkvæma einhverja afkáralega huginynd, sem einungis
fullnægir honum sjálfum.
SÍÐASTA PERLAN.
(Eptir H. C. Andersen.)
Eitt sinn var auðugt hús og hamingjusamt; þar var
gleðibragur á öllu; allir voru kátir, húsbændur, hjú
og vinir, því að nú var fjölgað; sveinbarn var í heiminn
borið. Móðurinni og barninu leið vel.
Lampi logaði í svefnherberginu, og var breitt.
yíir hann til hálfs. Dýrindis silkiblæjur voru dregnar
/ .
fyrir gluggana. A golfinu var þykk og mjúk ábreiða:
það var eins og allt væri lagað til blunds og værðar,
Vökukonan svaf líka, og það mátti hún, því að hjer var