Ný sumargjöf - 01.01.1862, Blaðsíða 104
104
„Hvert ætlarðu að fara með rnig?“ mælti verndar-
andinn. „Hjer er engin vættur, sem á svo dýrmætar
perlur, að telja megi með beztu gjöfuin Iífsins.“
„Á þessum stað býr hón, hjerna, á þessari helgu
stund,“ inælti verndarengillinn, og benti um leið í
stofuhornið. J>ar hafði móðirin setið í lifanda lífi
innan um blóm og myndir; þaðan hafði hún eins og
bjargvættur litið blíðlega til bónda síns, til barna sinna
og vina; þaðan hafði hón dreift ót yndi og gleði eins
og sólin geislum sínuin; hón, sem verið hafði lífið og
sálin í öllu á heimilinu. Nó sat þar ókunn kona í
síðum raöttli; það var „Sorgin“, sem nó var orðin
hósfreyja og móðir í stað hinnar látnu. Brennheitt
tár hrundi niður í skaut hennar, og varð að skínandi
perlu, og slóg á hana ölluin lituin regnbogans. Eng-
illinn þreif perluna, og lagði af henni sjölitan ljóina
eins og stjörnu.
Síðustu perluna, sorgarperluna, má eigi vanta;
hón eykur öðrum perlum fegurð og Ijóma. Líttu á
þessa perlu; í henni Ijómar allt litaskraut friðarbogans,
friðarbogans, sem sameinar jörðina og himininn. í
livert skipti sein vjer inissum einhvern af ástvinum
vorum, fáum vjer einum vininum fleira á himnuin sem
vjer þráum. Lftum í náttinyrkrinu upp til stjarnanna,
upp til fullkomnunarinnar. Virðum fyrir oss sorgar-
perluna; í henni eru fólgnir vængir sálarinnar, sem
flytja oss burtu hjeðan.