Ný sumargjöf - 01.01.1862, Blaðsíða 44
44
skal jeg þess að vísu hefna. Við skulum hittast hjer
á morgun, einni stund eptir miðjau morgun. Takið þjer
með yður „pfstólur.“
Kauparinn var nú staðinn upp, og varð ýmist
rauður sem blóð, eða hvítur sein snjór; hann hneigði
sig til inerkis uin, að hann samþykkti; en ekki þorði
hann orð að mæla, því að hann vissi, að þá inundi
hann ei fá dulið ótta sinn. Sjóforinginn kvaddi hina.
og gekk þegar burt.
Nú fjell barúninum allur ketill í eld; hann mælti
ekki orð, og var hugsi; spilunum gaf hann engan gaum.
og gekk skjótt af honum það, er hann hafði unnið í
fyrstunni. Hann gat ekki hugsað um annað, en morgun-
daginn, þenna óttalega dag. Kom honum nú til hugar
hve lengi sjóforinginn hefði þolað skapraunarorð hans
með mestu stillingu, og hversu einbeittur hann var, er
hann skoraði hann á Jiólm. f»ótti honum af þessu ráða
mega, að óvinur hans væri bæði hraustur og vopnfimur,
og auðsætt hver lok inundu á verða.
Loksins hættu þeir, og gengu burt; hjetu þeir
allir að koma til mótsins. Morguninn eptir hittust
þeir þar allir einni stund eptir miðjan morgun. Eng-
lendingurinn var þar fyrir; hai'ði hann þá einkennis-
búning brezkra sjóforingja, og er búningur sá hinn
skrautlegasti. Með honum var prýðilega búinn sveinn;
sá hafði kassa einn lítinn undir handlegg sjer. Eng-
lendingurinn bauð þeiin hressingu, og þáðu þeir það.
Tóku þeir þá tal saman; fundu þeir brátt að hann
var vitur inaður og kurteis. J>egar stund var liðin
stóð hann upp, og bað J>jóðverjann kjósa stað til