Ný sumargjöf - 01.01.1862, Blaðsíða 116
116
Mateo! kæri vinur! Hvernig líður þjer. pekkirðu mig
ekki? Jeg er Gamba frændi þinn.“ Mateo nam staðar,
en svaraði engu; hann ljet bissuskeptið síga þangað til
það tók niður; hafði þá Gamba ekkert að óttast.
Hann gekk að Mateo, kvaddi hann og mælti: ..Ifeill
og sæll bróðir!l) J>að er langt síðan við höfum fundizt.“
Mateo tók kveðju hans. „Jeg vildi koma hjerna við,“
sagði Gamba. „til þess að heilsa upp á þig, frændi, og
konu þína. Vjer höfutn gengið Jangt í dag, en eigi
teljum vjer það eptir oss, því oss hefur vel veiðzt;
vjer erum nýbánir að ná honum Gianetto Sanpiero.“
„Guði sje lof!“ sagöi Giuseppa, „hann stal mylkri geit
frá okkur í vikunni sem leið.“ J>etta þótti Gamba
gott að heyra. „Hann var svangur greyið/- sagði
Mateo. Gamba mælti: „Hann varðist vel; hann
feldi einn af inönnum mfnum, en annar varð sár mjög:
það tjón var reyndar ekki mikið, því að sá maður er
útlendur. Síðan faldi hann sig svo vel, að vjer
liefðum hann aldrei fundið ef að hann Fortunato litli
iiefði ekki verið.“ Hann Fortunato! sögðu bæði hjón-
in. „Já,“ sagði Gianetto: „hann hafði falið sig í
lieykleggjanum þarna, og hann litli frændi minn sagði
mjer til hans. Jeg skal segja honum inóðurbróður
lians frá því, og mun hann gefa honutn eitthvað fyrir
það. Jeg skal ekki gleyma að nefna bæði þig og
hann í skýrslunni um þetta.“ Mateo ansaði engu, en
eitthvað tautaði hann í hálfum hljóðum.
[>eir Gamba og' Mateo gengu nú til bæjarins.
*) pannig kveíijast menn á Korsíku.