Ný sumargjöf - 01.01.1862, Blaðsíða 45
45
hólmgöngunnar, er hann væri þar með öllu ókunn-
ugur.
Milli Hamborgar og Altona er engi allmikið;
þangað fóru þeir. J>egar þar var komið spurði Englend-
ingurinn, hversu langt baróninn vildi. að þeir hefðu milli
sín. — „8 faðma.“ — „|>að er of langt, þjer hæfið mig
ekki á svo löngum vegi; 5 faðmar eru nóg.“ Nó
fallast menn á þetta. — „En þjer hafið engan ein-
vígisvott með yður,“ sagði „inajorinn“ viðEnglendinginn.
— „I>að er lfka óþarfi,“ sagði Englendingurinn, ,jeg
hef sagt sveini mínum, hversu hann skal með fara, ef að
jeg fell.“ „Majorinn“ kvað þó slíkt. vera venju, er ekki
mætti bregða; gætu þeir, að hans áliti, ekki háð
einvígið, ef að vottinn vantaði; en jafnskjótt bauðst
hann til sjálfur að vera vottur hans; það þekktist
Englendingurinn. Var nó markaður hólrnurinn, og gengu
báðir á hann. Englendingurinn mælti við fjandmann
sinn: „Hafið þjer góðar „pístólur“ ? Jeg hef tvær, sem
aldrei hafa misst manns, og skal jeg sýna yður þess
merki.“ Hann kallar á sveininn, lfkur upp kassanum,
tekur aðra „pístóluna“. og skipar honum að kasta
einhverju beint upp. Sveinninn fer í vasa sinn, og
dregur upp vasaklifit. „Hann er of stór. finndu eitthvað
annað.“ {>á tók sveinninn sveskju, og sýndi honum.
— „Kastaðu.“ — Sveinnin kastar, Englendingurinn
skýtur, og sveskjan fer í marga hluti. Fannst inönnum
mikið um, og þótti þetta hið mesta frægðarskot. En
þjóðverjinn var nær dauða en lífi. fyrir hræðslu sakir.
Englendingurinn gekk nó þangað, er hann skyldi standa.
og sagði baróninum að skjóta á sig. J>essu neitaði