Ný sumargjöf - 01.01.1862, Blaðsíða 28
28
ups í stað hins látna; í þriðja lagi, að menn bæðu
hann að halda hið bráðasta heim aptur, því biskups-
dæmið gæti eigi án hans verið. Don Torribíó hlýddi
á orð dómlierranna, og var hyggnari enn svo, að bann
sleppti þessn tækifæri; hann ætlaði sjer nú að taka
biskupinn glóðvolgan; óskaði honum fyrst til ham-
ingju, tók hann sfðan á eintal og mælti: „Jeg á einn
son barna, Benjainín að nafni; hann er vel gáfaður
hinn brjóstbezti maður, og er skólagenginn, en hann
hefur aldrei viljað neitt fást við hin leyndardómsfullu
vísindi mín, og þess vegna þótti mjer bezt, að láta
hann verða klerk. Hann hefur, lof sje guði, hegðað
sjer vel, öllum í Toledó þykir hann vera bezti klerkur,
en hann hefur allra mesta vesældar brauð. Með því
að þjer nú, háæruverðugi herra, verðið að víkja úr
embætti yðar, er þjer hafið haft til þessa, vil jeg auð-
injúklegast mæla til þess, að þjer veitið syni mínum
djáknaembættið.“
J>að var eins og biskupnum hefði verið rekið
utanundir, þegar Don Torribíó fór þessa á leit við
hann. „Jeg vil að vísu af heilum hug,“ mælti bisk-
upinn, „gjöra þetta eins og allt annað eptir vild yðar,
en þetta skiptið get eg ekki, þótt mjer þyki það sárt, orðið
við bón yðar, hvað feginn sem jeg vil. Jeg á gamlan
ættingja, sem jeg á að erfa. Hann er orðinn svo elli-
hrumur, að hann er til einskis annars nýtur, en að
vera djákn. Ef jeg nú ljeti hann sitja á hakanum, og
veitti öðrum þetta embætti, inundi eigi aðeins hann,
heldur allir ættmenn mínir, verða óðir og uppvægir
við mig.“