Ný sumargjöf - 01.01.1862, Blaðsíða 9
9
tóku nú að smíða ýmsar hervjelar, en lakar gekk að
fá vistir og vatn. Nú tók hungur og þorsti að sverfa
sárt að krossfarendum. Serkir synjuðu þeim vatns,
og mátti svo að orði kveða, að kristnir menn yrðu
að láta mannsblóð fyrir hvern vatnsdropa, sem þeir
fengu. Bráðum urðu þeir og vistalausir, en þá vildi
svo vel til, að skip komu frá Genúa með vistir, áhöld
og smiði, og þá breyttist til batnaðar fyrir kross-
farendum. Yígvjelasiníðin sóttist nú skjótt. Skömmu
síðar frjettist, að von væri á óvígum her frá Egypta-
landi til liðs við bæjarbúa, og nú var krossfarendum
nauðugur einn kostur, að gjöra sem fyrst áhlaup á
borgina. 14. dag júlimánaðar rjeðust krossfarendurnir
á borgina, en fengu eigi aðgjört, og urðu frá að hverfa.
Daginn eptir gjörðu þeir aðra árás, og rjeðu til upp-
göngu á borgarmúrana. Gottfreður og menn hans
komust fyrstir inn fyrir borgarveggina, og gátu lokið
upp einu borgarhliði, og nú ruddust krossfarend-
urnir inn og drápu allt, hvað fyrir var; þeir þinndu
hvorki ungum eða gömlum, konum eða körlum; hús
og stræti flutu í blóði; valkestirnir lágu hrönnum
saman á strætum. Krossfarendurnir gáfu naumast
svo inörgum grið, sem þurfti til að greptra þá, er
fallið höfðu.
|>egar manndrápunum ljetti, þvoðu krossfarendurnir
af sjer blóð fjandmanna sinna, gengu svo í helgigöngu
til kirkju þeirrar, er reist hafði verið yfir gröf Krists.
f>ar voru fyrir klerkarnir og veittu þeim góðar við-
tökur og þökkuðu guði með fögrum og hjartnæmum
orðum fyrir það, að þeir hefðu lokið verki sínu. Píla-