Ný sumargjöf - 01.01.1862, Blaðsíða 100
100
harðla áríðandi, því að það er grnndvöllur verulegrar sam-
verkunar mannanna.
|>ess er áður getið, að Roger Bacon (á 13. öld)
muni að öllum líkindum hafa haft hugmynd um aíl
gufunnar, en það hjálpaði ekki. 1296 kýttu Belgar
við Lýonsbúa út af því, hverir fyrst hefðu fundið stein-
kol, og úr því var farið að brenna þeim; en ekki
voru þau höfð til neinna stórvirkja fyrr en eptir 1769 :
þá fjekkst Watt við að búa til gufuvjelar (og var þó
tilraun með gufuna gerð miklu fyrr, t. a. m. 1690 af
Papín); 1807 gerði Fulton hið fyrsta gufuskip, sem
varð að liði, og þá var sú fyrirstaða náttúrunnar sigruð.
sem verður af vindi og sjávarhreiíingum. 1814 gerði
Stephenson á Englandi fyrst járnbrautir og gufuvagna.
og er nú þetta haft í öllum menntuðum löndum; og
eru ferðir manna og flutningar þannig miklu skjótari
og kostnaðarminni en ella.
Til þess að gagn megi verða að þessum hlutum.
útheimtist almennur l'riður landanna, og yfir honum
eiga ríkisveldin að vaka. Annars truflast samband
mannanna, og samverkunin hættir.
pað er auðsjeð á því, sem nú er sagt, hversu
langt er síðan að verulegar framfarir heimsins eru
byrjaðar. pað eru ekki verulegar framfarir, þó rnenn
finni eitthvað af hendingu; en það sem er bygt á
föstum reglum og rjettri skoðun á eðli hlutanna, og
með því móti leiðir andann hærra og hærra, það eru
verulegar framfarir; en þetta er ekki eldra en rúmra
60 ára. Yjer megum heldur ekki ímýnda oss, að
sannar framfarir sje nauðsynlega innifaldar í hrað-