Ný sumargjöf - 01.01.1862, Blaðsíða 115
115
til hugar, að þeir mundu ætla að taka hann höndum.
En hvernig gat honum það til hugar komið? Hann
hafði ekki brotið neitt á móti lögreglustjórninni, og
hafði bezta orð á sjer. En hann var borinn og barn-
fæddur á Korsíku, og heiðarbóndi. En ef að heiðar-
bændur á Korsíku leita vandlega í samvizku sinni
munu þeir allir finna smásyndir nokkrar; svo sem að
þeir hafi skotið af bissum og stungið með hnífum, og
ýmislegt þess konar, sem ekki er teljandi. Pm sam-
vizka Mateos var að því hin bezta, að liann hafði
ekki, í tíu ár, skotið nokkurn mann. Samt sem áður
var hann var uin sig og bjóst til varnar. Hann Ijet
konu sína leggja af sjer pokann, og Ijekk henni bissu
þá, er hann bar um öxl sjer. Síðan gekk hann hægt
og hægt með fram trjám þeitn, er við veginn stóðu;
og ætlaði hann, ef að ófriður væri fyrir, að skjótast
undir liið mesta trjeð, og skjóta þaðan. Kona hans
gekk á eptir lionum. Hún bar hina bissuna og kúl-
urnar og púðrið; því að húsfreyja hefur þann starfa,
að hlaða bissur manns síns þegar hann berst.
En í annan stað þóttist Gamba illa staddur. er
hann sá Mateo koma í vígahug. Kom honum tii hugar,
að Mateo kynni að vera í ætt við Gianetto, eða þá
vinur hans, og mundi verja liann; vissi hann að kúl-
urnar úr báðum bissunum hans mundu á þá koma;
og ef að Mateo nú af hendingu miðaði á hann, var
hann hræddur um að frændseinin mundi ekki hlífa
sjer. Tók hann nú það íangaráð, að ganga einn
saman á móti Mateo, og segja honum alla mála-
vöxtu. Hann kallaði til hans og mælti: „Mateo!
8»