Ný sumargjöf - 01.01.1862, Blaðsíða 32
32
hann í einu hljóði til páfa og síðan var hann krýndur
á hátíðlegan hátt.
Daginn eptir að krýningu páfans var lokið, beiddist
Don Torribíó þess, að hann mætti einslega tala við
páfann. Hann kraup á knje fyrir lærisveini sínum,
páfanum, er hann kom á fund hans og feldi tár af
fögnuði. Hann kyssti fætur páfans sem siður er til,
kvaðst óska honum og kirkjunni til hamingju ineð upp-
hefð hans. Síðan fór hann hógværum orðum um
samband sitt við páfann, hve lengi og vel hann hefði
kennt honum. Ilann minnti páfann á heitorð sín; hann
talaði um hve skjótt hann hefði orðið páfi úr kardínála.
og lauk máli sínu á þessa leið: „Heilagi faðir, við
sonur minn höfuin sleppt allri von uin metorð; við
hugsum ekki um upphefð hjer í heimi. Við erum vel
ánægðir, ef að þjer viljið leggja yfir okkur blessun
yðra, og gefa oss árlega, meðan oss verður lífs auðið.
svo mikið fje til viðurværis, sem nægir fyrir sparsaman
prest og heiinspeking.'1
Páfinn hlýddi á orð Don Torribíós, og mátti sjá
á honum, að hann átti úr vöndu að ráða, og vissi
ógjörla, hverju hann skyldi svara. Hann hugsaði sig
nú um stundarkorn, og lokins varð hann á það sáttur,
hverju bezt væri að svara. Páfinn stóð nú upp af stóli
sínum og mælti: „Vjer höfum heyrt, Don Torribíó, að
þjer þykist leggja stund á lcyndardómsfull vísindi og
hafið þannig mök við anda myrkranna. J>etta þykja
oss ljótar frjettir. |>ó viljum vjer af vægð við yður
gefa yður það föðurlega heilræði, að þjer leggið niður
þenna skelfilega glæp, og afplánið hann með bót og