Ný sumargjöf - 01.01.1862, Blaðsíða 11
11
og harðfengur, settist þá að völdum, og fengu kristnir
menn eigi reist rönd við honum. Nú var boðuð önnur
krossferðin, og gekkst Bernharður helgi frá Clairvaux
(frb. Klervó) helzt fyrir því.
Önnur krossferðin stóð yfír frá 1147—1149.
Foringjarnir fyrir þeirri krossferð voru Konráð III..
keisari í fýzkalandi, og Hlöðvir VH. Frakkakonungur,
en þeir fengu engu áorkað, og mistókst sú herferð
með öllu.
Arið 1187 vann Saladdín, soldán í Egyptalandi,
Jórsali, og er það frjettist, að borgin helga væri aptur
komin í liendur vantrúaðra, var boðuð 3. krossferðin
(1189—1192). Oddvitar herfarar þessarar voru: Frið-
rekur I. Barbarossa f>ýzkalandskeisari, Filippus Ágúst
Frakkakonungur og Ríkarður Ijónshjarta Englandskon-
ungur. Friðrekur fyrsti fór landveg, en drukknaði áður
hann komst alla leið í fljóti einu á Sýrlandi. Sneri þá
mikill hluti af liði hans aptur. Að eins 5 þúsundir
hermanna komust alla leið til landsins helga.
f>eir Filippus og Ríkarður fóru sjóleiðis, en ósam-
lyndi milli þeirra olli því, að minna ávannst í þessari
herferð, en ella hefði mátt við búast. Filippus fór skömmu
fyr á stað enn Ríkarður. |>egar er þeir voru komnir
austur til Jórsalalands, settust þeir um bæinn Akre
og urðu Tyrkir loks að gefast upp eptir hraústa vörn.
þeir Ríkarður gáfu Tyrkjum grið með því skilyrði, að
þeir færu allslausir burt úr bænum, og auk þess skyldi
Saladdín láta af hendi 100,000 gullpeninga. Kross-
farendurnir fengu nú ógrynni herfangs og skiptu því á
milli sín. En nú fór út um þúfar með þeim Filippi