Ný sumargjöf - 01.01.1862, Blaðsíða 79
79
á skipum, en þ<5 þekktu Kínverjar miklu fyrr það eðli
segulsins, að vísa í norður og suður, og Aristoteles
reit um hann („de lapidibus“, sem Albert mikli getur
um, en það rit er nú týnt; þar segir með berum
orðum, að segullinn hafi þetta eðli, og kallar Ar.
norðrið Zoron, en suðrið Aphron); um sömu alda-
mót komu og upp ýmsar verksmiðjur í Frakklandi.
]pá voru fyrst höfð tólgarkerti, og var kallað óhóf; í
stað þeirra höfðu menn olíu, harpix; og vax í kirkjum.
|>á komu fyrst hattar, frá Spáni (Márum), og báru þá
fyrst einungis biskupar; Karl VI. (sem varð vitlaus
1392, f 1422) bar hatt fyrstur úti; undir Karli Vllda
(krýndur 1422, f 1461) höfðu menn hatta í regni.
I>á voru hattarnir með skúfum og fjöðrum, og voru fyrst,
hvítir; svartir hattar eru miklu yngri. Fyrst um lok
14du aldar var farið að taka ofan: ítalskir herrar sýndu
Karli VIII. þá virðingu, þegar hann fór um Ítalíu og
og bauð hann inönnum sínum að gjöra hið sama.
1547 skoðaði Karl keisari fimmti einu sinni lið sitt,
og hafði silkihatt; þá rigndi, svo hann tók hattinn
ofan, svo hann skyldi ekki vökna. Indverjar báru
annars mjög snemma hatta, og á Grikklandi hafa menn
og haft slíkan höfuöbúning; á gömlum myndum er
Ismene, dóttir Oedipusar, látin hafa hatt, sem er öld-
ungis eins og stráhattur með breiðum börðum. J>rí-
sperrtir hattar komu upp undir Löðví XIV., með
því menn brettu svo upp börðin; ,.pípuhattar“ koniu
ekki upp fyrr en 1780, og fyrst á Englandi. Nú er
farið að hafa stálteina í höttum, og má brjóta þ<í
saman, sem er hentugt á ferðum; þeir heita „Gibus-