Ný sumargjöf - 01.01.1862, Blaðsíða 92
92
undarlegra með tilliti til náttúrulíkama (dýra, jurta og
steina) og efnanna, sem náttúran leggur þetta svo að
segja upp í hendurnar á manni. |>ar á móti gekk
skoðun himinsins betur, þótt hún færi og seint. Roger
Bacon hafði þegar fundið upp kíki (á 13. öld), og
Spina stækkunarglerin (1296), en ekki hafði stjörnu-
fræðin neitt gagn af því; Kopernikus (f 1543) reikn-
aði gang sólkerfisins út án kíkira. Enn fann Giam-
battista Porta upp kíki, 1549; en samt dugði það
ekki. Loksins gerði Galilei kíki 1609: þá fann hann
(og Simon Mayer) tungl Júpíters og tók eptir sól-
blettunum; 1670 fann Huyghens Satúrnshringana og
Newton gerði fyrst kíki með speiglum (1672) og fann
þungalögin. (Kepler, f 1630, fann raunar ganglög
himinhnattanna, en hann þekkti ekki þyngdina). Um
þetta leyti fann Cassini fjögur Satúrnustunglin. Ekki
gátu menn búið til glerin í kíkirunum litarlaus (achro-
inatisk), fyrr en Euler fann upp á því 1747. Með
Herschel byrjar ný öld stjörnufræðinnar; með því að
Kepler fann ganglög hnattanna. þá fjell stjörnuspádóms-
listin, og síðan hefur stjörnufræðin meir og meir tekið
inn í líf manna. Herschel fann tíranus 1781, og
tungl hans 1809; hann gerði hinn mesta kíki, sem
þá \ar, 40 feta að lengd. Kíkir Galileis er enn til,
og mundi vera gaman að bera hann saman við þann
sem Rosse lávarður hefir látið búa til nýlega: kíkir
Rosses er þjár álnir að þvermæli, og það sem
Herschel sýndist daufar stjörnuþokur í 40 feta kík-
inum, það verður að stjörnum fyrstu stærðar í kíki