Ný sumargjöf - 01.01.1862, Blaðsíða 2
2
vináttu samning við Kalífann Harún al Raschid, og
beðið hann að sjá um það, að kristnum mönnum væri
eigi mein gjört. En Kalífa ríkið sundraðist brátt, og
þá tók hagur kristinna manna að versna. Á 10. öld
komst landið helga undir Fatímíðaríkið, er einn af
niðjuin Múhameðs hafði stoínað á norðurströnd Afríku.
og þá áttu kristnir menn einatt harðari kostum að
sæta, en út yfir tók á ofanverðri 11. öld; þá brutu
Seldsjúkar, tyrkncskur þjóðflokkur, Iandið undir sig, og
þeir beittu hinni mestu grimmd við kristna inenn og
þjökuðu þeim á allar lundir, og saurguðu hina helgu
staði. J»etta rann mönnum mjög til riíja; menn tóku
nú að hugsa um, að ljetta ánauð kristinna manna í
Jórsalalandi, og losa landið úr höndum Tyrkja.
Um þessar mundir fór einsetumaður einn, er
Pjetur hjet, ættaður frá bænum Amiens í Frakklandi.
pílagrímsferð til landsins helga. þegar hann koin þangað.
blöskraði honum, er hann sá, hversu Seldsjúkar mis-
^ þirmdu kristnum mönnuin, og hversu þeir saurguðu
kirkjur og aðra helga dóma; klerkar og pílagrímar
voru hraktir og barðir. Hann fór þá sorgmæddur í
upprisukirkjuna, baðst þar heitt fyrir, og sje á hann
sætur svefn. J>á þótti honum Kristur birtast sjer, og
segja: Stattu upp, Pjetur, og leystu af hendi verk það.
er eg fel þjer á hendur; nú er kominn tími til að
lireinsa helgidóminn. Eg skal vera med þjer.“ Pjetur
vaknaði hress og glaður. og hjelt nú hið bráðasta heim
aptur, til þess að heita á kristna menn í vesturlöndum
norðurálfu til fulltingis við trúar bræður sínaí Jórsalalandi.
Fyrst fór hann til IJrbans páfa hins annars, og lýsti