Ný sumargjöf - 01.01.1862, Blaðsíða 102
102
hamingja og blessun yfir öllu. Verndarandi hússins
stóð við höfðalagið; barnið blundaði við brjóst móður
sinnar, og var breitt yfir það eins og net úr blikandi
stjörnum; það voru dýrmætar perlur, allt auðnuperlur.
Allar góðar vættir höfðu fært hinu nýfædda barni
gjafir. Iljer mátti sjá heilsu, auðsæld, ást og ham-
ingju; ekki að orðlengja það, hjer var allt sem óska
má í þessum heimi.
„Iljer er allt gott saman komið, hjer er einskis
á fátt,“ sagði verndarandinn.
„Nei,“ sagði önnur rödd; það var verndarengill
barnsins. „Ein vættur á enn ókomið með sína gjöf,
en hún kemur með gjöfina, þótt síðar verði; það getur
ef til vill dregizt mörg ár. Síðustu perluna vantar enn.“
„Vantar hana! Hjer má ekkert vanta; sje svo, þá
skulum við fara og sækja perluna til hinnar máttku
vættar; við skulum fara til hennar.“
„Hún mun koma, hún mun koma á sínum tíma.
Við verðum að fá perlu hennar, svo að við getuin bundið
saman kerfi úr perlunum.“
„Hvar býr hún ? hvar eru híbýli hennar ? Seg mjer
það. Jeg fer og sæki perluna.“
„J>ú vilt það,“ sagði verndarengill barnsins. „Jeg
skal fara með þjer til hennar, hvar sem hana er að
finna. Hún er livergi að staðaldri. Hún heimsækir
hallir keisaranna, og kofa kotunganna; hún fer hvergi
svo framhjá, að hún gjöri eigi vart við sig; hún gefur
Öllum mönnum gjafir, sunmm heilan heim, sumum ekki
nema eitthvert glingur. J>ú munt segja, að oss sje
eigi til setunnar boðið, Hana nú! það er þá bezt,