Ný sumargjöf - 01.01.1862, Blaðsíða 7
7
vitran i draumi; hefði sjer verið vísað á spjót það,
er lagt hefði verið í síðu Krists. Menn grófu lengi
eptir spjótinu, en fundu eigi. Klerkurinn stökk þá ofan
í gröfina, og baðst þar fyrir; síðan þóttist hann finna
spjótið, og urðu þá skjót umskipti. Nú kom nýr hugur
í kristna menn. J>eir ruddust svo fast út úr bænum
að ekkert stóðst fyrir þeim; brast flótti í lið Korboga,
unnu krossfarendur herbúðir hans og fengu þannig
ógrynni fjár og vista. Síðan gafst og kastalinn upp.
Krossfarendurnir dvöldu um hríð í Antíokíu, unz þeir
voru að þrotum komnir með vistir. pá hjeldu þeir
af stað til Jórsala, því þangað var ferðinni heitið. fó
varð Bómundur eptir í Antiókíu og fjell möimum það
stórilla.
Sjötta dag júniinánaðar 1099 komust krossfarend-
urnir loksins til þorpsins Emaus, og sáu frá hæð einni
þar í grennd borgina Jerúsalem. þá fjellu allir á knje
og grjetu af gleði, er þeir sáu hina helgu borg; allir
gleymdu þrautum þeim, er þeir höfðu orðið að þola,
og langaði til að gjöra þegar árás á borgina, en hún
var eigi eins auðunnin og þeir hugðu. Borgin var vel
víggirt, og auk þess voru 40 þúsundir hermanna f
borginni til varnar, en krossfarendurnir höfðu heldur
en ekki ^ýnt tölunni, því nú voru eigi fleiri eptir enn
35 þúsundir. J>ó gjörðu þeir snarpa árás á borgina,
en fengu engu áorkað; enda skorti þá flesta hluti, er
ineð þurfti, hervjelar, vatn og vistir. Nú urðu sumir
að i'ara og afla vista og vatns, aðrir urðu að útvega
efnivið. þeir fundu skóg í grennd við Betlehem, og