Ný sumargjöf - 01.01.1862, Blaðsíða 20
20
er satt; enga nautn í öðru en því, sem rjett er. Hann
er gagntekinn af óumræðilegri lotningu fyrir því, sem
er fagurt, göfuglegt og háleitt', og hefur andstygð á
lygi og hverskyns löstum. Dýrið getur haft greind, en
manninum er veitt hin æðri skynsemi, sem er löggjafi
helgra og rjettlátra verka. Dfrið hefur að vísu vit, en
því er synjað vizkunnar, sem veitt er hinum mannlega
anda. fessar eru því hinar jarðnesku eðlisgreinir
mannsins, sem halda honum mitt á milli hins holdlega
og andlega, milli hins endanlega og óendanlega, milli
hins dauða, líkamlega heims og guðdómsins, sem er
uppspretta alls lífs og allrar sælu. Fætur hans eru
bundnir við jörðina, en höfuðið ber hann upprjett og
lítur til himins. Hann er gras, hann er dýr, en hann
er og það, sem guðlegra er. Líkaminn er verkfæri
anda hans. Andinn einn skal ráða því og neyta þess
til fullkomnunar sinnar. Náttúra líkamans hlýðir sínum
löguin sem aðeins lúta að viðurhaldi hans; önnur eru
lög sálarinnar, sem tilfinningar og tilhneigingar hennar
eru undirgefnar; en æðst og yfir öllu er löggjöf andans.
því henni er allt hitt undirgefið, eins og þrællinn
herra sínum.
SONUR HAFNSÖGUMANNSINS.
Ötormurinn æddi eins og hann væri í jötunmóði.
Vindurinn hreykti upp háum holskeílum; og allur sjór-