Ný sumargjöf - 01.01.1862, Blaðsíða 80
80
hattar“, en eru að öðru leyti eins í lögun og vant er.
— Spil voru innleidd í Frakklandi 1393, til þess að
hafa ofan af fyrir Karli VI., en þau eru eldri að upp-
runa, og voru um 1300 á Ítalíu, og kölluð „Na'ipi“;
þau eru að nokkru leyti fyrirboði prentlistarinnar,
því menn skáru myndirnar út í trje, til þess að láta
hana koina út á spilunum; þau voru fyrst höfð til að
spá með. Sumir segja að „Zigeunarnir“ hafi komið með
þau, en það getur ekki verið, því þessi flökkuþjóð kom
ekki til Evrópu fyrr en á fimmtándu öld.
Enn merkilegra var þó sumt, sem til bar á
þessari öld, og meira áríðandi fyrir heiminn. Dante,
Petrarca og Boccaccio ortu á ítalska tungu, og sprengdu
fyrstir þá fjötra, sem latínan hjelt öllu í; það var hið
fyrsta verulega stig, sem stigið var til að leysa móður-
mál manna, sem er óaðgreinanlegt frá öllum fram-
förum.x) I>ó að hin próven§ölsku skáld (Troubadourar
og ,„Minne“skáld) ortu mansöngva á móðurmáli sínu
') Dante (f 1321) orti „divina commedia", um helvfti, hreinsunareld-
inn og himnaríki; þaí) er í 100 kvifcum, og snúift á flest mál
norfcurálfunnar; þaí) er eitt hi% frægasta verk í heimi og rita'bar um
þaft margar bækur á ýmsum málurn. Hann var landflótta úr Flórenz,
fö<burborg sinni, og dó í útlegí). Petrarca (t 1374) orti um „Laura"
mörg kvæí)i, sem eru alþekkt og mjög fögur; samt varí) hann ekki
frægur fyrir þau þá, því enginn hafí)i vit á þeim, heldur fyrir latínskt
kvæ«bi („Africa'*), sem hann var krýndur fyrir á Capitolio. Boccaccio
(t 1375 ætla<bi a«b yrkja á ítölsku, og koma svo upp málinu; en
þegar hann sá a<b hann haf?)i ekki vit hinum tveimur, þá reit hanu
„il Decamerone“ í óbundnum stíl, handa ástmey sinni; þaft eru
hundraí) frásögur, og þar yflrsteig hann alla sem þá voru uppi. Allir
þessir þrír hafa gert þrjá kvennmenn ódauí)lega (Dante Beatrice,
Petrarca Laura, Boccaccio Fiammetta) og eru sjálflr ódaufclegir
um allar aldir.