Ný sumargjöf - 01.01.1862, Blaðsíða 18
18
náttúrunnar. Dýrið getur tekið eptir einstökum atvikum
og fyrirburðum lífsins og rýnt þá saman, en fyrir at-
gjörii andans getur maðurinn varðveitt og notað það,
sem heimurinn á undan honum hefur reynt og upp-
götvað um þúsundir ára.* |>að er andanum gefið að
lykja margar sundurleitar hugsanir í einni hugmynd;
liann getur af óskapnaði hugsananna byggt nýjan, ljósan
og skipulegan heim í hinu innra, já, hann veit og
þekkir meira enn allur hinn sýnilegi heimur og reynsla
margra árþúsunda geta kennt honum. pví hann svífur
yfir öllu hinu jarðneska og líkamlega einsog guðs andi
sveimaði yfir vötnunum í öndverðu; hann er öðrum
lieiini háður og úr honum lítur hann niður á allt hið
jarðneska; hann er í ætt við það, sem dýrðlegast er
allra hluta og vegsamlegast; skapaður í guðs mynd og
ber á sjer merki guðlegs uppruna; hann skynjar guð
og lyptir auguin sínum til hins eilífa — hann talar
og biður til skapara himins og jarðar. Um allt þetta
sem ólíkamlegt er og hafið yfir hið jarðneska, hafa
hinar skynlausu skepnur ekkert hugboð; þær vita alls
ekki til hvers þær eru skapaðar, þær þekkja ekki til
neinnar fullkomnunar eða sælu, nema þeirrar sem full-
nægja líkamlegra filhneiginga veitir þeim. j>ær eru
óvitandi um undanfarna tíma, uin eilífð og óendanlega
tilveru.
Jurtin hangir tilfinningarlaus á rót sinni við mold-
ina, scm hún vex í utn skainma stund fyrir lífsmegin
sjálfrar sín. Óljósar hvatir og tilfinningar og vaninn
ráða hræringu og athöfnum dýrsins, það skríður, hangir
og flýgur í duptinu, sem það á alla sælu sína að