Ný sumargjöf - 01.01.1862, Blaðsíða 108
108
studdist við bissu sína, og staulaðist svo áfrain; hann
hafði verið skotinn í lærið, og var það inikið sár.
Maður þessi var sekur skógarmaður. Hann hafði
nóttina áður farið til kaupstaðarins til þess að
kaupa sjer púður. Höfðu lögregluþjónar setið fyrir
honum. Varði hann sig vel, en hopaði þó undan.
því að við ofurefli var að eiga. En með því að
lögregluþjónarnir voru skammt á eptir honum, og hann
sár mjög, skildi hann, að þeir mundu ná sjer áður en
hann kæmist í skóginn. Hann gekk því að Fortunato
og mælti: „Ert þú sonur hans Mateo Falcone ?“ Hann
kvað svo vera. „Jeg heiti Gianetto Sanpiero; lög-
regluþjónarnir elta mig. Leyndu mjer, því að jeg kemst
ekki lengra.“ Sveinninn mælti: „Hvað heldurðu að
hann íaðir minn segi ef að jeg fel þig í leyfisleysi ?“
— „Hann mun segja að þú hafir vel gjört.“ — „Hver
veit?“ — „Feldu mig nú fljótt; þarna koma þeir.“
— „Bíddu þangað til hann faðir minn kemur heim.“
— „Ertu frá vitinu! á jeg að bíða! peir koma á
vörmu spori. Leyndu mjer nú undir eins, ella mun
jeg drepa þig.“ Ekki brá Fortunato við þetta; hann
mælti: „pú ert búinn að hleypa af bissunni þinni, og
jeg sje, að þú hefur ekki fleiri kúlur í pung þínum.“
— „Jeg hef hnífinn minn,“ — „Heldurðu að þú sjert
eins fljótur og jeg að hlaupa,“ sagði Fortunato, og
stökk í sama bili nokkuð frá, svo að Gianetto náði
ekki til hans. — „pú ert ekki sonur hans Mateo
Falcone,“ sagði Gianetto, „þú ætlar að láta taka mig
höndum undir bæjarvegg þínum.“ — Nú kom með-
aumkunarsvipur á Fortunato; hann gekk nær og sagði: