Ný sumargjöf - 01.01.1862, Blaðsíða 71
71
fór til krýningar sinnar í Reims, þá hlupu svín á
liest konungs og átu fæturna undan hestinum, svo
liann týndist þar; og allt fram á 16. öld var það
engin nýlunda á fýzkalandi, að hundar æti ungbörn.
Ekki var við því að búast, að nein menntun gæti
staðizt, nema því að eins að hún festi einhverstaðar
rætur. Lærða menn vantaði heiminn aldrei, en þeir
voru lengi fram eptir á stangli og ekki var hugsað
um nein samtök; vísindin þurfa eins fjelagsskaparins
við og hver önnur mannleg nauðsyn, og þessi fjelags-
skapur eru háskölarnir. Lengi fram eptir var ein-
ungis kennt í smáskólum, eins og þeim sem Karla-
magnús stofnaði, og í klaustrum, og var mest innifalið
í trúarkennslu (þar að auki var kennt: Grammatica,
Rhetorica og Dialectica; þetta þrennt var kallað Tri-
viurn; enn fremur kenndu og lærðir menn: reiknings-
fræði, mælingarfræði, stjörnulist og söng, og það hjet
Quadrivium). J>etta varaði fram á tólftu öld: þá fyrst
voru stofnaðir háskólarnir miklu í París, Bologna og
Salerno; en þá varlíka líf í lærdóminuin, því að seinast
á þeirri öld voru fleiri stúdentar við Parísarháskóla en
innbúar í borginni, og í Bologna voru tíu þúsundir
stúdenta; konungarnir styrktu þá ríkulega með gjöfum
og hylli; í kennslusölum Parísarháskólans gátu setið í
einu fjörutigi þúsundir manna og hlustað á ræður
vitringanna; þessi háskóli var mestur og frægastur
allra; þangað komu menn sainan úr öllum löndum og
þar var óþrotleg uppspretta allrar þeirrar vizku, sem
heimurinn átti þá völ á, og sem aldrei hefur síðan
þrotið, þrátt fyrir allar uppreisnir og biltingar; þar