Ný sumargjöf - 01.01.1862, Blaðsíða 27
27
Að svo mæltu tók Torribíó í hönd erkidjáknans
og fór nieð hann inn í lestrarherbergi sitt og snerti
ennið á honum og sagði í hálfum hljóðum þrjú leynd-
ardómsfull orð. Að því búnu bauð hann djákninum
að setjast á stól, og fór nú að lesa með honum í
stórri bók, og útskýrði Torribíó efnið.
Don Ramíró hlustaði á kenningu hans með mesta
athygli, en ekki leið langt um, áður hann var truflaður.
því rjett á eptir kom bústýran inn og með henni
inaður á stórum stigvjelum og sá varla í hann upp
í mitti fyrir leir og slettum. þetta var skyndiboði
sem sendur hafði verið í mesta snatri til Toledó, til
að segja Don Ramíró, að föðurbróðir hans, biskupinn
í Badajoz hefði fengið niðurfallssýki, skömmu áður enn
hann hefði farið að heiman, og þætti mönnum tvísýnt
um líf hans. Skyndiboðinn gat ekki komið á óhent-
ugri tíma fyrir erkidjáknann; hann var því kominn á
flugstig með að bölva föðurbróður sínum, veikinni og
skyndiboðanum. jþó stillti hann sig, og sagði við
skyndiboðann, til að verða laus við hann, að hann
skyldi halda hið hraðasta aptur til Badajoz; sjálfur
kvaðst hann koma á eptir.
Allt um það gaf hann sig svo kappsamlega við
náminu hjá .Don Torribíó, og var einsog föðurbróðir
hans hefði aldrei verið. Fám dögum síðar fjekk bann
aptur boð frá Badajoz. j>etta skiptið komu tveir elztu
kórbræður til erkidjáknsins, og sögðu honum í fyrsta
lagi, að föðurbróðir hans biskupinn væri andaður; í
annan stað, að kórbræðurnir hefðu þegar haldið fundi
eptir lögum og lands sið og hefðu valið hann til bisk-