Ný sumargjöf - 01.01.1862, Blaðsíða 110
110
iara hjer hjá?“ — „Já, mann með uppmjóa skinnhúfu,
á höfði og í rauðröndóttri treyju.“ — „Mann með
uppmjóa húfu, og í rauðröndóttri treyju?“ — „Já,
segðu mjer það nú undir eins, og vertu ekki að jeta
eptir mjer,“ sagði Gamba. Fortunato segir: „í morgun
fór blessaður presturinn okkar hjerna um, og reið
honum Piero sínum. Hann spurði mig hvernig að
föður mínum liði, og sagði jeg honum að . . .“ —
„í>ú svarar mjer út af strákurinn þinn; segðu mjer nú
undir eins hvað af Gianetto er orðið, því að það er
hann, sem vjer leitum að; jeg veit að hann hefur
farið þessa götu.“ — „Hver veit?“ sagði Fortunato.
„Hver veit? Jeg veit að þú hefur sjeð hann.“ —
„Geta menn sjeð þá, sem um veginn fara þegar menn
sofa?“ sagði Fortunato. — „f>ú svafst ekki letinginn
þinn; þú hcfur vaknað við skotin.“ — „f>að er ekki
svo mikill hvellur af bissunum yðar frænði,“ sagði
Fortunato; „það er öðruvísi að heyra til bissunnar
hans föður míns.“ — „Farðu norður og niður,
óræstið þitt,“ sagði Gamba; ,jeg er þess fullviss, að
þú hefur sjeð Gianetto; þú hefur líka ef til vill leynt
honum. Göngum inn, fjelagar, og leitum. Hann
hoppaði á öðrum fæti; og ekki er hann svo heimskur,
að hann hafi reynt að haltra alla leið til skógarins.
Blóðferillinn hættir líka hjer.“ Fortunato glotti og
sagði: „Hvað ætli að hann faðir minn segi þegar
hann frjettir, að rnenn hafi farið inn í bæinn hans
meðan hann var burtu.“ — „J>orparinn þinn,“ sagði
Gamba, og kleip sveininn í eyrað, „hægt er mjer að
fá þig til að kveða við annan tón; ætli þú fengir ekki