Ný sumargjöf - 01.01.1862, Blaðsíða 23
23
almáttugur! frelsaðu son minn, frelsaðu hann ór dauð-
anum!“ Engum, sem hefði heyrt hana segja þessi 1
orð, hefði getað liðið þau úr minni.
í sama vetfangi sást eitthvað dökkleitt í öldunum.
og sá móðirin brátt, að það var sonur hennar, og
æpti hún þá af gleði, er hún sá skammt frá sjer son
sinn, er hún unni svo heitt. Öldurnar sveifluðu nú
syninum í einuin rykk til móðurinnar. Hún hljóp nú
út í brimgarðinn, og þreif í son sinn, og fiýtti sjer
allt hvað hún gat að komast með hann upp á þurrt
land, áður en næsta ólagið riði yfir. Tvísvar datt
móðirin, og dóttirin missti tvisvar sjónar á móður
sinni. Loksins sigraði móðurástin; hún komst með son
sinn, sein hún hafði hrifið úr greip dauðans, upp á
malarkambinn, og lagði hann þar niður meðvitundar-
lausan. Ejett á eptir sást faðirinn; hann synti sterk-
lega í brimöldunum, og kom loks upp á þurrt land,
og liið fyrsta, sem honum varð litið á, var líkið af syni
sínum, er lá í fjörusandinum. „Sonur minn, sonur
minn!“ sagði hann og fleygði sjer niður við hlið sonar
síns. Nú sá hann, hvers kyns var. „Guð ininn
góður, hann er dauður,“ sagði hann; hjarta hans ætlaði
nú að springa af harmi. Hann njeri höndunum saman.
leit upp til himins, og svipur hans sýndi, að það 'var
íaðir, sem tregaði son, er hann hafði misst. |>að var
aumkvunarverð sjón að sjá foreldrana standa þarna
yfir syni sínum. Sveinninn lá kaldur og votur við
fætur foreldra sinna; hárið var strokið aptur um eyrun ;
hann lá eins og hann svæfi; móðirin beygði sig skjálf-
andi ofan yfir liann og huldi ásjónu hans með höndum