Ný sumargjöf - 01.01.1862, Blaðsíða 86
86
veita líkatnanum. Um byrjun aldarinnar var Koperni-
kus, sem reiknaði út gang jarðarinnar kring um sólina;
1519 sigldi Magelhaen fyrst í kring um jörðina, og þá
var hrundið þeirri meiningu, að engir andfætingar væru
til, sem sumir kirkjufeður kölluðu trúarvillu;x) síðan
fór Drake (1577) og þar á eptir margir sömu leið,
og er nú hætt að tala um þess háttar ferðir. Á Ítalíu
voru Rafael og Lionardo da Vinci málarar frægastir í
heimi, og máluðu með olíulitum, sem geta varað mjög
lengi; slíkir litir voru ekki hafðir, að inenn viti, fyrr
en 1410, af Van Eyck frá Flandern, en áður máluðu
menn með vatnsblönduðum lituin og „gúmmí“; forn-
menn máluðu og á vott kalk nýslett (al fresco), og
það gerði Rafael og lleiri. (Nú hafa menn að miklu
leyti týnt þessari list aptur niður, og geta menn ekki
fundið aptur aðferðina, svo jafnast megi við hin fornu
kalkmálverk); þá blómguðust listir mjög á Italíu, og
Buonarotti, Tizian og margir fleiri voru uppi. |>á
stoínaði Palestrina (f 1594) kirkjusönginn; því að þótt
Guido Arezzo (1028) hefði fundið upp nótur, og Gre-
gor páíi hefði enn fyr (540—604) lagað sönginn, þá
var hann orðinn svo heríilegur, að það átti að hætta
að syngja í kirkjunum, og 1564 var kosin nefnd
kardínála, til þess að gera út um þetta mál. Carlo
„Quod vero et Antipodas esse fabulantur, id est homines á contrariá
parte terrae, ubi sol oritur, quando occidit nobis, adversa pedibus
nostris calcare vestigia, nullá ratione credendum esttt &c. (Augusti-
nus de civit. Dei L. XYI. c. IX.); en þó vissu fornmenn þetta
betur: ..adversa nobis urgent vestigia“, segir Cicero í Somnio Sci-
pionis.