Ný sumargjöf - 01.01.1862, Blaðsíða 107
107
og gekk konum nijög í augu. Eitt sinn bar svo við,
að maður þessi stóð við glugga, og rakaði sig; þá reið
af skot, og varð það hans bani. Ætluðu menn Mateo
skotið hafa. Málinu var drepið niður, og fjekk Mateo
konunnar. Hón hjet Giuseppa. Hún ól honum þrjár
dætur, og líkaði honum það illa. Loksins ól hún
sveinbarn, og var sá sveinn kallaður Fortunato.
Unni faðir hans honum mjög. Dæturnar voru allar
vel gefnar, og voru tengdasynir Mateos búnir að veita
honum með bissum sínum og hnífum, ef þörf gjörðist.
Fortunato var þá tíu vetra og hinn mannvænlegasti.
í>að var einhvern dag að Mateo gekk með konu
sinni til skógarins að vitja sauða sinna. Fortunato
vildi fara með þeim; það bannaði faðir hans; kvað
hann eigi svo langt geta gengið, og sagði hann skyldi
geyma bæjarins meðan þau væru burtu.
Hjónin voru lengi burtu. Fortunato litli lá úti
á hól, og sleikti sólskinið. Hann horfði á hin bláu
fjöll, og var að hugsa um, að á sunnudaginn skyldi
hann fara í kaupstaðinn, og borða hjá móðurbróður
sínum, sem var auðugur maður og höfðingi. |>egar
hann var að velta þessu fyrir sjer heyrði hann allt í
einu að skotið var af bissu. Hann stóð upp, og leit
niður á sljettlendið, því að þaðan heyrði hann hvell-
inn; nú heyrði hann hvert skotið á fætur öðru, og
færðust þau nær og nær honum. Gata lá frá bæ
Mateos niður á sljettlendið; þar sá hann mann koma;
sá hafði húfu uppmjóa á höfði, sem fjallabúum er
títt; skegg hafði hann mikið, og var illa búinn; hann