Ný sumargjöf - 01.01.1862, Blaðsíða 55
55
Blondín var nú búinn eins og Indverji, hafði afar-
stóra kórónu úr hvítum og svörtum strútsfjöðrum á
höfðinu, og hjelt á stórri jafnvægisstöng. Svona búinn
varp þessi fífldjarfi ofurhugi sjer ljettilega út á streng-
inn og varð mjer hálf hverft við, er jeg leit hann.
það var lcikið á fögur hljóðfæri, og hljóp hann eptir
hljóðfallinu.
Nú gjörði Blondín /mist, að hann stóð á öðrum
fæti, eða höfði, eða hann steypti sjer kollhnísur, og því
voðalegra, sem var að sjá aðfarir hans, því ákafar
klappaði kvennfólkið, og þótti þó í rauninni nóg um,
því rjett á eptir ætlaði það að líða í ómegin, og varð
því að þrífa til ilmvatns síns, og bera að vitum sjer.
Óðar en nokkurn varði, var Blondín horfinn, en að
svipstundu skauzt hann aptur út á strenginn í nýjum
kátlegum búningi. Hann var í röndóttum kufli, og að
öllu sem iðrandi pflagrímur, og Ijet sem hann væri
lafhræddur. Hann drógst nú áfram næsta hokinn, og
var eigi annað sýnna, en að hann mundi detta við
hvert fótmál. Loksins ljet hann svo, sem væri hann
með öllu uppgefinn, og lagðist niður á strenginn, en í
sama vetfangi spratt hann upp eins og stálfjöður, og
hjelt nú áfram öruggur og fótviss, og urðu allir forviða,
er.á sáu.
Eigi ljet Blondfn hjer við lenda. Áhorfendurnir
vildu sjá hann gjöra eitthvert enn þá vofeiflegra dirfsku-
bragð. Blondín bjóst í þriðja skiptið.
í þetta skiptið var Blondín búinn eins og frakkn-
eskur matreiðslumaður ineð hvíta húfu, hvítan linda
um inittið og í hvítum brókum, og með hvíta skó.