Ný sumargjöf - 01.01.1862, Blaðsíða 6
6
Krossfarendurnir vörðust vasklega, en urðu þó loks að
láta undan síga, en þá kom hin sveitin að með Gott-
freð í broddi fylkingar og lauk svo, að krossfarendurnir
unnu þar frægan sigur. Síðan hjeldu þeir áfram ferð-
inni, og þótt þeir eigi yrðu fyrir árásum óvina sinna,
þá tók þó eigi betra við, því nú lá leiðin gegnum
öræíi og óbyggðir í Frýgíu og var næsta illt um
vistir, svo til vandræða horfði. J>etta var og um há-
sumar, og varð hitinn óþolandi fyrir menn og skepnur;
hiti og hungur lögðust nú á eitt til að draga dug úr
krossfarendum, og gáfust menn upp hrönnum saman.
|>á bættist það og ofan á annað, að Gottfreði vildi slis
til; hann ætlaði að hjálpa pílagrími einurn, er björn
hafði ráðizt á, og særðist í viðureigninni við björninn
svo tvísýnt varð um líf hans. Um þessar mundir
skildist og Baldvin bróðir Gottfreðs við herinn, og hjelt
til Edessa; þar stofnaði hann konungsríki, er stóð
hálfa öld.
Loksins kornust krossfarendurnir með illan leik til
Antíokíu og settust um þá borg, og varð hún þeim
torsótt, því bæði var borgin vel víggirt, og auk þess
skorti krossfarendurna hervjelar og kunnu lítt til um-
sáturs. |>eir sátu í átta mánuði um borgina, en þá
tókst Bómundi frá Tarentuborg að brjótast með flokk
manna inn í bæinn; unnu nú kristnir menn bæinn
sjálfan, en kastalann gátu þeir eigi unnið. |>á kom
soldán einn frá Mossul, Korboga að nafni, til liðs við
bæjarbúa og kvíaði kristna menn í bænuin; var nú
eigi annað sýnna, enn að kristnir inenn yrðu að gefast upp.
En þá koin fram klerkur einn og kvaðst hafa íengið