Ný sumargjöf - 01.01.1862, Blaðsíða 114
114
nú um kleggjanurn; kom þar úr maður; sá var blóð-
ugur rnjög, og hafði hníf mikinn í hendi; hann vildi
upp standa, en gat ekki, því að fóturinn hafði stirðnað.
er sárið var kalt orðið; og valt liann út af. Gamba
hljóp á hann, og náði af honum hnífnum; Gianetto
brauzt um fast og barði á báðar hendur, en þó lauk
svo, að þeir fengu fjötrað hann.
Gianetto lá nú rígbundinn. Hann leit á For-
tunato með mesta fyrirlitningarsvip, en mælti ekki orð.
Fortunato fann þá með sjálfum sjer, að hann hefði
ekki til spesíunnar unnið, og fleygði henni til Gianetto;
en hann ljet sem hann sæi það ekki. Gianetto mælti
við Gamha: „|>jer verðið að hera mig, góði vinur,
því að jeg get ekki gengið.“ — „j>ú varst þó nógu
ljettur á þjer áðan,“ sagði Gamba; „en vertu óhræddur;
þú ert nú loksins kominn á initt vald, og fær mjer
það svo mikillar gleði, að jeg gæti borið þig á bak-
inu nokkrar bæjarleiðir. Vjer getum líka íljettað
börur af tágum og breitt kufl þinn ofan á.“ —
„Látið einnig nokkuð af heyi á börurnar,“ sagði Gia-
netto, „því að injer hefur ávallt þótt gott að hafa
mjúkt undir mjer.“ .
Nú er að segja frá Mateo og konu hans. Er
þau höfðu skoðað sauðina, sneru þau heim aptur.
Giuseppa bar sekk mikinn á baki sjer; hann var
Jullur með „kastaníur“. Mateo gekk við hlið hennar;
liann hafði bissu í hendi; önnur bissa hjekk um öxl
honum; það þykir ekki sæmandi á Korsíku að karl-
menn beri annað en vopn sín.
f>egar Mateo sá lögregluþjónana, kom honum fyrst