Ný sumargjöf - 01.01.1862, Blaðsíða 66
66
veldi Evrdpumanna, að Hellusundi og Stambúlsundi,x)
og eru það náttúruleg takmörk Evrópu í landsuðurs
átt; en 1355 komu Tyrkir og hófu landnám í Evrópu:
fyrst Súlíman I., þá Múrad I., þá Bajazet I. (Iildirím,
eldíng), sem gerði Manúel keisara Paleologus svo
hræddan, að hann fór yfir til Ítalíu og Frakklands til
þess að prjedika krossferð á móti Tyrkjanum; en þá
hjálpaði það Evrópu, að Tamerlan sigraði Bajazet,
1402; loksins steypti Mahómet. H. gjörsamlega austur-
rómverska ríkinu, og tók Miklagarð, 1453, og þá
ógnaði Tyrkjaveldi Evrópu um tvær aldir. Svo nærri
lá, að allt væri á heljarþreminum, að Kara Mústafa,
ráðgjafi Mahómets IV., settist um Vínarborg 1683;
en þó urðu Tyrkir reknir aptur. v |>annig sitja Tyrkir
nú í einhverju hinu bezta og fegursta landi, sem er í
norðurálfu heimsins, útbúnu með öllum gæðum náttúru-
legs eðlis; austræn þjóð, alin upp í þeim anda, sein er
til tálmunar öllum frjálsuin framförum; og með allri
sinni alvörugefni eru þeir „Barbarar“, ekki af því þá
vanti gáfur nje hæfilegleika til að vera menn, heldur
af því, að trúarbrögð þeirra, sem eru grundvöllur allrar
háttsemi og lögmáls þjóðarinnar, hafa steypt þá í
svo eintrjáníngslega stirðni, að þegar einhver drottnari
þeirra hefur viljað koma þeim áfram og samsíða öðrum
þjóðum, þá hefur allt orðið á tjá og tundri fyrir upp-
hlaupum og mótþróa. v Evrópumenn líta því æ á
*) R(kit) t<Sk raunar einnig yflr Egiptaland, litlu Asíu, Palestínu, Syríu,
og fleiri lönd í austurálfu, á dögum Theodosius keisara; en þat)
minnka%i smátt og smátt, helzt austan og sunnan, eptir at) Mahómet
stofnafíi Isiam.