Ný sumargjöf - 01.01.1862, Blaðsíða 42
42
þeim kompánum, sem aðrir þeir, er fyrir voru, og var
sem hann hvorki sæi þá, nje heyrði. {>etta sjer barún
V..., og líkar illa; þótti honum hinn ókunni maður f
þessu sýna, að hann virti þá fjelaga lítils, og hugsar,
að hann skuli það ekki að ósekju gjöra. V... gengur
nú að manninum, leggur hönd sína á öxl honum, og
segir: „Nei! það er þá litli barnakennarinn; sælir verið
þjer!“ Auðheyrt var á mæli hans, að þetta var
flimt. Hinn svartklæddi maður leit upp, og horfði á
V... um hríð, leit síðan aptur niður, og hjelt áfram að
lesa blaðið. „Jeg held, svei mjer, að hann ætli ekki
að ansa mjer . . . Nú nú, ætlið þjer þá að ansa mjer?
Já, nú skil jeg, það er tóbakspípan, sem veldur, að
hann talar eigi. En jeg hætti nú ekki fyr, en jeg hef
heyrt málróminn hans.“ frífur hann þá til pípunnar,
brýtur hana, og rekur upp skellihlátur. Ekki brá hinum
svartklædda manni hið minnsta við þetta; hann ljet
sem ekki væri um neitt að vera, leit til sveins þess,
er gekk um beina, og mælti: „Piltur minn, fáðu mjer
aðra pípu.“ — „Lítið er lítið og stutt er skammt,“
sagði V..., „hann er þó ekki klumsa.“ Hinn kveykir
nú í pípunni, og fer aptur að lesa. — „í hvaða landi
eruð þjer fæddur, og í hvaða bæ látið þjer ljós yðvart
skína fyrir mönnum ? . . . j>jer hafið ef til vill svarið
þess dýran eið, að mæla ekki orð við mig; er ekki svo?“
Nú leit hinn svartklæddi maður upp aptur og horfði á
V... um stund, fór síðan aptur að lesa blað sitt, og
leit eigi út fyrir, að honum væri um neitt annað hugað.
„Jeg held annars að þjer sjeuð dálftið lærður . . . pjer
eruð líklega að nema orð fyrir orð það, sem í blaðinu