Ný sumargjöf - 01.01.1862, Blaðsíða 41
41
|>JÓÐVERJINN OG ENGLENDINGDRINN.
[)a5 er mönnum kunnugt, að 1806 hófst ófriður milli
Próssa og Frakka. Lauk styrjöld þeirri í júlímánuði
1807 ; þá var friður saminn í Tilsit, ineð þeim atkvæðum,
að konungur Prússa skyldi láta ærinn hluta landa sinna.
|>egar svo var komið ljet konungur heim fara fjölda
þeirra manna, er hann hafði kvatt til vopna, og sumum
gaf hann fararleyfi um sinn. Nokkrir sveitarforingjar
höfðu fengið' fararleyíi til Hamborgar, og dvöldust þar.
Höfðu þeir nú eigi annað fyrir staf'ni, en að leita sjer
dægrastyttingar, og lifðu þar í mikilli gleði. Svo bar
við einhvern dag í önðverðum septembermánuði, að þeir
íjelagar snæddu middegisverð saman; þeir voru 6;
síðan sátu þeir það, er eptir var dags, og drukku fast.
En er að nótt var komið stóðu þeir upp, og gengu til
veitingahúss, þess er einna mest er í borginni; voru þeir
þá ölvaðir mjög; fóru ineð háreysti mikilli og sáust
lítt fyrir. Einn þeirra hjet V... og var bárún að
nafnbót. V... var yngstur þeirra fjelaga, og hafði þá
þrjá um tvftugt; hann var hinn fríðasti maður sýnum,
vaxinn ágæta vel, og skrautmenni inikið; hann þóttist*
ærið eiga undir sjer, og var uppivöðslumaður mikill. Margt
manna var fyrir, er þeir gengu í húsið, og varð mönn-
um starsýnt á þá fjelaga, er þeir fóru með glaumi
miklum og glensi. J>ar sat maður nokkur einn sjer við
borð, lítill vexti, og í svörtum klæðum; í vinstri hendi
hjelt hann á frjettablaði, og í hinni hægri á tóbakspípu,
er hann reykti af. Maður þessi gaf alls engan gaum