Ný sumargjöf - 01.01.1862, Blaðsíða 74
74
að glerið kom upp; þá bar kvennfólk smáspeigla á
sjer til prýðis, í bandi, eins og það hefur nú úr.
Málinspeigla hafa menn enn til að brenna með og til
stjörnukíkira.
Um aldamótin ár 800 ríkti Arún-al-Raskíd kalífi
í Bagdað, og þá tóku Arabar Norðurálfumönnum fram
í ýmsum hlutum; þar blómguðust vísindi og skáld-
skapur, en enginn hafði not af því nyrðra, fyrir sakir
óeirða og styrjalda. J>á ríkti Karlamagnús í norður-
Evrópu, og ljet sjer annt uin kristni og framfarir, þótt
það væri allt í æsku. Arún kalífi gaf Karlamagnúsi
sigurverk, sem allir undruðust; en í Evrópu var ekkert
úr smíðað fyrr en 820, þá smíðaði Pacifici í Veróna
úr með hjólum, og setti það í gang með vatni; Ger-
bert (sem seinna varð páfi og nefndist Silvester II.)
fann upp úr með lóðum og innleiddi arabiska tölustafi,
990. En þó var þetta svo sjaldgæft enn á 14. öld,
að Galvanus Flamma lýsir sigurverki á Sancte Gotthard
eins og einhverju furðuverki, af því það sló. *) Vasaúrin
voru ekki fundin upp fyrr en um 1590, í Nurnberg;
þau voru fyrst nærri því hnöttótt, og kölluð „Nurn-
berger-egg”; hengill (pendul) var ekki hafður á stórum
sigurverkum fyrr en 1670, að Huyghens hafði vit á
að láta hann stjórna ganginum, en þó hafði Dondi
„Est ibi horologium admirabile, quia est unum tintinnabulum gros-
sum valde, quod percutit unam campanam 24 vicibus, secundum
numerum 24 horarum diei et noctis, ita quod in primá horá noctis
dat unum sonum, in secundá duos ictus, in tertiá tres et in quartá
quatuor, et sic distinguit horas ab horis, quod est sumine necessa-
rium pro omni statu hominum.“