Ný sumargjöf - 01.01.1862, Blaðsíða 47
47
Hjer eru ritfæri, og skal jeg veita yður þá stund, er
þjer þuríið.“
„Nei, jeg þakka yður fyrir,“ svaraði barúninn, en
svo lágt og lítilmannlega, að naumast heyrðist orðaskil.
Englendingurinn mælti: „Snúið að minnsta kosti huga
yðar í hjartnæmri, en stuttri, bæn til guðs, því að engin
sætt verður okkar á milli hjer á jörðu, og ekkert getur
afmáð hrópyrði þau, er jeg hef fyrir orðið, nema blóð
yðar.“ Hann tók þá ofan, og leit til þeirra, er hjá
stóðu, þegjandi og felmtraðir, en þeir tóku allir
ósjálfrátt ofan. Litla stund varð nú hátíðleg þögn,
svo ekki heyrðist annað, en andvarpan barúnsins.
Loksins þreif Englendingurinn ,,pístóluna“; hann
iniðaði vel og gætilega á barúninn, og stóð þannig um
stund; en barúninn barðist við dauðann á meðan. Allt
í einu er sem Englendingnum komi eitthvað til hugar;
hann víkur sjer að sveininum, fær honum „pistóluna“,
og segir með mesta fyrirlitningarsvip: „Taktu við; það
er ekki eyðandi einu skoti af ensku púðri á þjóðverja
þenna.“
Daginn eptir var barúninn allur á burtu, og aldrei
vitjaði hann framar hersveitar sinnar.
*