Ný sumargjöf - 01.01.1862, Blaðsíða 96
96
1676 gerði Barlow fyrst „Repeteerúr“ (o: úr sem menn
geta látið slá þegar menn vilja), og þá fjekkst Böttger
á Saxlandi við gullgjörð; hann gat raunar ekki búið
til gull, en fann óvart uppá að búa til postulín, sem
engir kunnu að búa til nema Kínverjar, og var það
geysilega dýrt (alkunnug mun vera sagan um Agúst
af Póllandi, sem keypti 24 postulínsker af Friðriki I.
Prússakonungi fyrir tólf þriggja álna langa dáta).
Sagnaritun var fyrir löngu svo dauf orðin, að ekkert
var ritað í þeirri grein að kalla nema annálar og
„Kroníkur“; hún vaknaði aptur fyrst með Gibbon
(f 1794); Joh. Miiller (f 1809), SchiIIer (f 1805)
o. fl.; landafræði með d’Anville (f 1782) og Biisching
(f 1793).
Eptir að Linné, Spallanzani og Buffon voru búnir
að staðfesta náttúrusöguna; Lavoisier efnafræðina(1775),
sein síðan hefur með furðulegu afli gripið inn í mann-
lífið; eptir að Laplace (f 1827) var búinn að byggja
hið ódauðlega verk sitt um alheimslögin (Mécanique
céleste, 1796) á þeim undirstöðum, sem lagðar höfðu
verið af Kepler og Newton; eptir að lærðir menn höfðu
grundvallað nákvæmari skoðanir landanna með nýjum
ferðum (Cook 1774—1778; Lapeyrouse 1786; Van-
couver 1792; Humboldt og Bonpland 1800 &c.);
eptir að menn voru búnir að brjóta af sjer fjötur
latínunnar og höfðu þar með gert öll vísindi alinenn
og skiljanlegri en áður, þá er nú ekki lengur hætt við
að menn týni því niður, sem áður hefur verið upp
fundið. Vísindin og kunnáttan eru ekki lengur eign
einstakra manna, heldur alls heimsins, og það er bók-