Ný sumargjöf - 01.01.1862, Blaðsíða 103
103
að við förum að sækja perluna, sem vantar í þessi
auðæfi.“
Verndarandinn og engillinn tókust nú í hendur.
og liðu á einu vetfangi til staðarins, sem í þann svip-
inn var heimkynni vættarinnar.
J>að var hús eitt inikið, með dimmum göngum
og tómum stofum. |>ar var einhver kynleg kyrrð.
Raðir af gluggun voru opnar, svo að nöpur vindstroka
stóð inn í húsið. Fyrir gluggunum voru hvítar blæjur.
sem blöktu til í andavaranum.
Á miðju gólfinu stóð opin líkkista, og í lienni
lá örend kona, sem dáið hafði kornung. Fagrar og
blómlegar rósir voru breiddar yfir líkið, svo eigi sást
annað, en krosslagðar hendurnar og andlitið, sem dýrð-
legt hafði orðið í dauðanum: himneskur ljómi ljek um
það; það var með fögru yfirbragði, en þó alvarlegu.
Við kistuna stóð maður hennar og börn í einum hóp.
Faðirinn hafði yngsta barnið á handlegg sjer, og kvöddu
þau nú í síðasta sinn hina framliðnu. Maðurinn kyssti
hönd konu sinnar, höndina, sem nú var eins og visið
lauf, en áður hafði með ást og orku hlíft þeim við
öllu grandi. Höfug tár hrundu í stórum dropuin niður
á gólfið, en enginn mælti orð. Sár söknuður bjó í
iiuga þeirra, þótt þau þegðu; þau gengu með grátekka
hægt og stillt. á brott.
Ljós logaði í stofunni; það lagði fyrir vindsúgnum.
og stóð eldrautt skarið hátt upp. Nú komu ókunnugir
menn inn, og lögðu lokið yfir kistuna; þeir ráku nagl-
ana, og tók hátt undir í herbergjunum við hvert
hamarshögg; hljóðið barst til hjartnanna harmþrungnu.