Ný sumargjöf - 01.01.1862, Blaðsíða 54
54
þess, að Blondín fjelli niður fyrir fætur mjer; eða jeg
ætti að fara upp á fyrsta pall, eða þriðja pall, og sjá
svo Blondín, er hann fjelli niður hjá mjer; eða jeg
skyldi fara upp á efsta pallinn, sem var jafn hátt og
strengurinn, svo að jeg gæti virt Blondín vel fyrir mjer,
og sagt á síðan, að jeg hafi verið einn hinna fyrstu, er
sáu, að Blondín skriðnaði fótur, og fjell mörg hundruð
feta falli, svo að molaðist í honum hvert bein. Sú
varð niðurstaðan, að jeg fór upp á næst efsta pallinn,
og var þar á framstandanði brún, og sá yfir mann-
grúann í miðbiki hallarinnar, sem strengurinn var þaninn
yfir. Strengurinn var viðlíka digur og karlmanns
úlfliður; hann var snúinn saman úr tveimur köðlum, og
rammlega festur við járnsúlu, sem náði upp undir pall-
inn, sem jeg var á. Skáreipi voru reirð úr kaðlinum
á ýmsa vegu niður í járngrindurnar, sem jeg studdist
við, til styrktar og stuðningsauka. Undir kaðlin-
um var autt svið, svo að engum væri hætta
búin, ef svo kynni illa til að takast, að Blondín sjálfur
eða jafnvægisstöng hans, eða eitthvað frá honuin kynni
að falla niður.
Allt í einu kom titringur í kaðalinn, og var það
nóg til þess, að koma öllu í uppnám. Hófst nú ákaft
handaklapp; einkum klöppuðu konurnar, hver sem betur
gat, Blondín lof í lófa, enda láta ungar konur sjaldan,
þegar svo óer undir, sitt eptir til að örfa og eggja
karlmenn til áræðis mönnum til skemmtunar.
Blondín kom nú úr herberginu, þar sem hann
hafði búið sig, og þá kom titringurinn í strenginn, og
ysinn og handaklappið meðal áhorfendanna.