Ný sumargjöf - 01.01.1862, Blaðsíða 5
5
komið á einn stað, en þó var svo ráð fyrir gjört, að
eigi skyldi halda á stað fyrr en um haustið; en það
þótti Pjetri frá Amiens og fleirum of löng bið; tóku
sig því úr tveir hópar og hjeldu þegar um vorið af
stað. Fyrir öðrum hópnum rjeð Pjetur sjálfur, en fyrir
hinum Valter, er kallaður var hinn fjelausi. pað er
frá þessum hópum að segja, að þeir komust með illan
leik til Miklagarðs og beiddu Alexius Komnenus, er
um þær mundir var keisari í Miklagarði, flutnings yfir
Sæviðarsund. Alexíus latti þá þess, að hætta sjer inn
í land fjandmanna sinna á undan hinum, og rjeð þeitn
að bíða meginliðsins, en ljet þó tilleiðast, er þeir beidd-
ust þess ákaft og skaut þeim yfir sundið. Pjetur snjeri
brátt aptur, en Valter fjelausi komst til Nísea og í
grennd við þann bæ var lið hans strádrepið niður.
Gottfreður frá Bouillon tók sig upp með liði sínu
að áliðnu sumri 1096, og hjelt á því góðri reglu og
skipulagi. Segir eigi af ferðum hans fyrr en hann
kom til Miklagarðs. par beið hann, þar til að allt
liðið var kotnið. Síðan ljet hann flytja lierinn
yfir sundið; kannaði Iiðið, og var það samtals 600
þúsundir manna. Nú voru krossfarendurnir komnir í
land fjandmanna sinna, og nú var eigi lengur friðar
von. Krossfarendurnir hjeldu til Nisea og settust um
þá borg, en fengu eigi unnið fyr en eptir marga mánuði.
Síðan hjeldu þeir áfram ferðinni, en skiptu liðinu í
tvær sveitir, svo hægra yrði að afla vista, en það ætlaði
þó að ríða þeim að fullu. Soldáninn í Íkóníum, sem
brotið hafði undir sig mikinn hluta af Asíu hinni
minni, dróg saman óvígan her og rjeðst á aðra sveitina.