Ný sumargjöf - 01.01.1862, Blaðsíða 111
111
málið ef þú værir flengdur?“ Sveinninn glotti, og sagði
einarðlega: „Faðir minn heitir Mateo Falcone.“ —
„Veiztu það ekki, strákurinn þinn,“ sagði Gamba, „að
jeg get flutt þig með mjer til Corte eða Bastia; þar
skal jeg láta þig sofa í dálítilli smugu, á beru gólfinu.
leggja fjötur á fætur þjer, og ef að þú ekki segir mjer
hvar Gianetto Sanpiero er, læt jeg höggva af þjer
höfuðið.“ Fortunato skellihló að rausi þessu, og sagði
aptur: „Faðir minn heitir Mateo Falcone.“ pá mælti
einn af þeim fjelögum í hljóði við Gamba: „I>að er ekki
ráðlegt að gjöra það, er Mateo líkar ver.“
Nú var Gamba í vandræðum. Hann talaði í
hljóði við fjelaga sína; þeir höfðu leitað um allan
bæinn, og ekki verið lengi að; því að bæirnir á
Korsíku eru ekki annað en eitt ferhyrnt hús; þar
stendur eitt borð. og er það einnig haft fyrir rekkju;
nokkrir bekkir eru þar og kistur, veiðarfæri og eld-
hússgögn. Fortunato litli var að strjúka kisu sinni, og
var auðsjeð, að honum þótti gaman að vandræðum
þeirra. Einn þeirra fjelaga gekk að heykleggjanum;
hann sá kisu, og rak bissusting sinn dálítið inn í
heyið. Ekkert bærði sig í kleggjanum, og ekki brá
sveininum hið minnsta. f>eim íjelögum þótti ferð sín
111; voru þeir farnir að líta niður á sljettlcndið, eins
og þá langaði til að hverfa aptur sömu leið. Gamba
sá, að hann fjekk engu til leiðar komið með hótunum;
vildi hann enn rcyna við sveininn, og fara nú að
honum með blíðu, og bjóða honuni gjafir. Hannmælti:
„Frændi minn, jeg sje að þú ert greindur vel. og munt
þú verða að manni En þjer fer ekki vel við mig;