Ný sumargjöf - 01.01.1862, Blaðsíða 106
106
skreppa í kaupstaðinn til þess að fá sjer púður
og blý.
Arið 18.. ferðaðist jeg um Korsíku. Hálfa mílu
frá skógi þessum bjó maður sá, er Mateo Falcone
hjet. Hann var maður auðugur, að því er þar gjörist.
og hjelt sig sem eðalmaður; er það svo að skilja, að
hann vann enga vinnu; hann átti fjenað mikinn og Ijet
beita í fjöll þau, er næst voru. Jeg sá hann tveim
árum eptir að atburður sá gjörðist, er hjer segir frá.
þótti mjer sem hann mundi um fimmtugt. Hann var
lítill maður vexti, en sterklegur; hárið hrokkið, og kol-
svart; nefið bjúgt; varirnar þunnar, augun mikil og
snör; móleitur í andliti. Hann skaut manna bezt af
bissu, og eru þó Korsíkubúar afbragðs skyttur. Ekki
skaut hann dýr með höglum, en á 50 föðmum gat
hann með kúlu hæft hvort sem hann vildi höfuðið, eða
bóginn. Hann skaut jafn vel á nótt sem degi, og
hafa menn sagt mjer til merkis um íþrótt hans sögu,
sem fáir munu trúa, er eigi hafa ferðazt um Korsíku.
Menn reistu upp pappírsblað á stærð við disk; öðru
megin við það settu menn kerti og kveiktu á. Hann
miðaði nú á blaðið; síðan var ljósið slökkt. Hann
skaut nú fjögur skot í niða myrkri, og hæfði blaðið
þrisvar; það var á 34 föðmum.
Mateo Falcone varð brátt frægur af atgervi sínu
sem von var. Hann var hollur vinum sínum, en
skæður óvinum sfnum; greiðvikinn var hann og örlátur.
og átti alls ekki sökótt þar í hjeraði. Hann hafði
kvongazt í bæ þeim, er Corte heitir. Annar maður
bað og konunnar um sama bil; hann var garp'ur mikill.