Ný sumargjöf - 01.01.1862, Blaðsíða 89
89
friður til að rækta silki; því að mórberjaskógarnir þurfa
að hafa frið til að vaxa og blómgast, ef ormarnir
eiga að geta spunnið; þetta varð aldrei friðað fyrir
stríðum og óeirðum. Raunar voru árið 1782 í Prúss-
landi þrjár millíónir mórberjatrjáa, og fengust um
þrettán þúsundir punda af óverkuðu silki; en þá kom
frakkneska biltingin og hernaður Napoleons, og eyddi
þessu öllu. pað er fyrst 1821, að Baiern og Prúss-
land hafa aptur byrjað á þessu, sem í rauninni er svo
gainalt að furðu gegnir; í Frakklandi og á Ítalíu hefur
það gengið betur. Nú er silki ekki sjaldgæft og fást
í allri Evrópu um fimmtán millíónir punda af óverkuðu
silki.4) Siðabótin (1517) setti nýtt fjör í vísindin, og
þá fóru menn að rita á .móðurmáli sínu freinur en
áður; samt var enn latínan ofan á. Lúter hóf eig-
inlega þjóðverskuna til ritmáls, þó að mál hans sje hálf
skrítið; en ekki varð almennt að kennslan í skólunum
færi fram á þýzku, fyrr en Thomasius fjekk komið því
á gang (f 1728). Seinna hluta eða uin miðbik 16.
aldar voru uppi ágæt skáld: Tasso og Ariosto í Ítalíu;
Camoens í Portúgal, hann kvað um ferð Vasco de Gama
til Austurindía; seiima voru uppi: Cervantes Saavedra,
Silkiormarnir spinna utan um sig hj'bi úr þráíum, eins og t. a. m.
melir og fieiri púpur, sem verba si'iai; a(" flíirildum. pessir ormar
lifa á mórberjatrjenu, sem á heima í Asíu, og er aíiflutt til Evrópu,
eins og áfíur er sagt. (Margar skeljategundir spinna sig líka fastar
vit) steina; þeir þræfiir heita „byssus“ og af slíkum þráðum sumra
skelja, einkum tegundarinnar pinna, voru fyrrum gerfiir hanzkar,
peningapyngjur &c,; þat) er einskonar sjávarsilki efla sjávarpurpuri,
eins og Areta spann [Od. VI. 306; og XIII. 108]; en nú er því
hættj.