Ný sumargjöf - 01.01.1862, Blaðsíða 31
31
frá páfa; hann hafði farið kynnisför til Benjamíns sonar
síns, sem enn hafði sama brauðið í Toledó. J»egar
hann kom heim aptur þurfti hann ekki að hafa fyrir
því, að fara til erkibiskupsins og biðja hann að gjöra
Benjamín að eptirmanni sínum. Kardínálinn gekk móti
Don Torribíó með útbreiddan faðminn og mælti: „Elsku-
vinur, ágæti kennari! jeg færi yður tveim fagnaðar
tíðindi: í fyrsta lagi er hinn þakkláti lærisveinn yðar
orðinn kardínáli, og í annan stað skal sonur yðar innan
skamms verða það, ef jeg má nokkru ráða í Rómaborg.
Jeg hefði að vísu helzt viljað, að hann yrði erkibiskup
eptir mig, en það er eins og það sje ekki einleikið með
óheppni mína. Jeg skildi móður mína, eins og þjer
vitið, eptir í Badajoz; hún hefur fyrir fám dögum skrifað
mjer til og beðið mig umfram alla muni að velja
karlgreyið hann Don Salazar, erkidjáku í Badajoz, og
skripta föður hennar, til eptirmanns míns; hún segir að
það sje skylda mín, að gjöra það íyrir hennar orð.
Móðir mín er orðin svo veik af sjer. að jeg veit, að
það gæti lagt hana í gröfina, ef jeg eigi ljeti þetta að
orðum hennar. Setjið þjer yður nú í mín spor, og
dæmið svo um, hvað jeg eigi að gjöra."
Fjærri fór því, að Don Torribíó ljeti á sjer heyra
óánægju þar sem hann sýndi svo ljósan vott um sonar-
lega hlýðni og þakklátsemi. Hann ljet tilleiðast að
l'ara með kardínálanum til Rómaborgar, en óðar en þeir
voru þangað komnir, tók páfinn sótt, og andaðist. Nú
leit svo út, sem erkidjákninn í Badajoz, setn áður var.
væri óskabarn hamingjunnar, því að kardínálarnir völdu