Ný sumargjöf - 01.01.1862, Blaðsíða 65
65
ránum, jafn vel þó að þeir einnig kynntu sig að hreysti;
því góðir þóttu þeir, þegar Róbert Guiscard bjargaði
Gregori YII. úr höndum Hinriks IV. 1084; en þetta
er þó grundvöllur þess, að suðrænar þjóðir hafa ætíð
rennt hornauga til norðurlanda og aldrei gleymt þeirri
hugmynd um þau, sem menn kalla norrænt „Barbarí.“
þessi hugmynd hefur aldrei dáið út, og hún er aptur
orsök til þess, að suðrænar þjóðir þekkja norðurlönd
miklu ver en vjer þekkjum þær; og enginn eíi er á
því, að því sunnar sem menn koma, því óljósari er
þekking manna á heiminum. — 011 þau ríki, sem
Norðmenn stofnuðu á miðöldunum, eru nú liðin undir
lok, og ekkert eymir eptir af þjóðerni þeirra nje máli;
ísland er hið einasta land, sem geymir það.
Opt hlaut Norðurálfan að verjast fyrir fjand-
mönnum úr öðrum heimsálfum, og hefði þeim tekizt að
bæla hana undir sig, þá mundi skjótlega hafa verið
úti um alla menntun. Menn munu án efa hafa munað
eptir því, þegar Cimbrar, Tevtonar, Yandalar og Gautar
óðu um suðurhluta Evrópu; og því er ekki kyn, þó
menn haíi ekki litið vinaraugum yíir til Asíu, í hvert
sinn, sem einhver þessara stórfiska hreifði sig; svo var
þegar Gengis-Kan Mongólahöfðingi lagði undir sig
Austurlönd; þá var það trú Mongóla, að þeim væri
ætlað af guði að leggja undir sig allan heiminn; og
þegar Gengis-Ivan dó, 1227, þá hjeldu þeir áfram
leiðangrinum og rjeðust á Evrópu; brenndu Kraká og
eyddu Slesíu; þar unnu þeir sigur á pjóðverjum við
Wahlstatt hjá Liegniz, 1241, og sneru við það aptur.
— Allt fram á 14. öld náði Rómaveldi, eða fremur
Nj Sumargjöf 1862. 5