Ný sumargjöf - 01.01.1862, Blaðsíða 21
21
inn var í einu brimlöðri. Svartir skýjaklakkar þutu
óðfluga eptir himinhvolfinu, og sló drungalegum skugga
á sjáfarflötinn. J>etta var mesta ofviðri, sem verið
hafði í mörg ár.
Móðir stóð með dóttur sinni við lítinn vog; öld-
urnar gengu langt á land upp; þær mæðgurnar horfðu
með kvíðafullri eptirvæntingu ót á sjóinn, og hirtu
eigi um storminn, og þó var svo hvasst, að gær gátu
varla staðið; þær stóðu grafkyrrar á sama stað, og urðu
að halda höndunum fyrir augun, svo sjórinn eigi
skvettist í þau. Allt í einu kallaði dóttirinn: „|>arna
eru þeir, móðir mínl“ Hón benti skjálfandi langt ót
á sjóinn; og móðirinn sá hvítan depil í sjávarsort-
anum. Depillinn hvarf og kom aptur í ljós; hann óx
og færðist nær.
Móðirin krosslagði hendurnar og renndi augum til
himins og mælti: „Drottinn, eg þakka þjer; faðir barna
ininna lifir enn. Fleyttu honum heilum að landi!“
j>að hefði inátt vera steinhjarta, sem ekki hefði komizt
við, að sjá hina sorgmæddu móður, er hón mælti þetta.
Hón stóð enu kyr.með krosslagðar hendur; hón starði
á bátinn, sem rnaður hennar og einkasonur voru í, en
mælti eigi orð. ^Bátnum tókst furðanlega að kljófa
öldurnar; hann sökk niður á milli báranna en skaut
svo aptur upp, og skein á fannhvít seglin eins og
svanavængi. Stundum bljes vindurinn svo fast í
seglið, að báturinn lagðist nærri því flatur á hliðina,
og móðirinn ætlaði þá að springa af harmi, en siglan
hófst aptur upp, þó veik væri, og bátnum smámiðaði
að landi.