Ný sumargjöf - 01.01.1862, Blaðsíða 82
82
árum seinna voru hafðar fyrstu fallbyssur, og 1346
komu upp púðurstampar (mortiers) og sprengikúlur
(bombur), en þó var slíkt ekki haft við umsátur
borga fyrr en um 1590; fallbyssur voru hafðar fyrr,
og Mahómet II. ljet steypa svo ógurlega fallbyssu, að
þegar að átti að skjóta úr henni í fyrsta sinn, þá var það
kunngjört fyrirfram um allaRómaníu, svo að menn skyldu
ekki verða óttaslegnir. — pað, sem hafði áhrif á líf
norðurálfunnar á 15. og 16. öld, og þaðan af, var
1) eyðilegging býzantínska ríkisins (1453); þá urðu
Tyrkir mjög hættulegir nágrannar Evrópu. 2) Púðrið,
breytti allri hernaðaraðferð, og þá var farið að halda
stöðugt lið (fyrst á Frakklandi). 3) Prentlistin, sem
gerði vísindi og upplfsingu miklu almennari en áður,
og að eign þjóðanna. 4) Yiðreisn listanna (einkum
myndalista) og vísinda (einkum málfræði), sem kom af
lærðum mönnum, sem flýðu frá Grikklandi og Mikla-
garði til Italíu. 5) Uppgötvun Ameríku og Austindía-
leiðar, sem breytti landverzluninni í sjóverzlun. 6)
Trúarhreifingin (siðabótin). 7) Jafnvægi ríkjanna, sem
byrjaði fyrst út af hernaði Frakka á Ítalíu (Frans I.
og Karl V.).
Smátt og smátt stækkaði sjóndeildarhringur land-
anna fyrir sjónum manna; Canarisku eyjarnar voru
þegar fundnar 1291 af Genúamönnum, en hundrað
árum seinna voru þær teknar sem numið land. 1418 —
1419 fundu Portúgísar Porto Santo og Madeira; 1486
fannst góðrarvonarhöfði, syðsti hluti Afríku, (cabo tor-
mentoso; seinna cabo de bonna esperanza). 1449
nálguðust menn nokkuð Ainerfku, því að þá fundust