Ný sumargjöf - 01.01.1862, Blaðsíða 40
40
gengið inn í; flestir farþegjar höfðu orðið votir og vildu
því hafa fataskipti. Nú ætlaði hver að taka plögg sín.
og opnuðu menn rúm það, er farangur ferðamanna var
í, en nú gaf á að líta! sjórinn hafði og íarið þar inn.
Skrínur, hattöskjur og ótal aðrir hlutir voru þar á floti;
þarna hafði það núizt saman í 24 klukkustundir, og
var nú orðið að einum hrærigraut; þarna ægði ólíkustu
hlutum hverjum innan um annan. Hervirkjasmiður einn
úr Vesturheimi bauðst nú til, að gjöra við stýrið, og
stipstjórinn ljet honum það í tje, sem hann gat. Kl. 9
sást skip, og kom það brátt og lagðist við hliðina á
voru skipi. Nú rjeðu menn sjer eigi fyrir gleði.
Aðkomuskipið hjelt kyrru fyrir hjá oss um nóttina
eptir beiðni vorri. Vjer sváfum nú rólegir af um
nóttina
Á sunnudaginn mátti heita logn. Prestur frá
Vesturheimi, dr. Patton messaði. Kl. 5 um kveldið var
smiðurinn búinn að gjöra við stýrið, og hjeldum vjer
á stað og voru allir mjög glaðir.
Mánudaginn mættum vjer laust eptir dagmál gufu-
skipinn „Persia“ er var á leið til Vesturheims, og
visSum vjer, að það mundi flytja harmafregnina uin
ófarir vorar þangað. Um kveldið áttu farþegjar iund
með sjer, og völdu 9 menn í nefnd til að sjá um
hagsmuni farþegja.
þriðjudag sáum vjer land, og komu nú skip frá
Queenstown á móti oss. Skömmu síðar lögðumst vjer
við akkeri. f>annig lauk hrakningum vorum.