Ný sumargjöf - 01.01.1862, Blaðsíða 75
75
(1344) smíðað turnúr mikið í Padúa, er sýndi einnig
gang sólar og tungls og jarðstjarna, og messur og
hátíðir. A seinustu tímum hafa menn hætt þessu
leikfangi, en einungis leitazt við að bæta gang sigur-
verkanna; nú eru þau orðin údýrari og vissari; og á
sumum stjörnuhúsum eru svo góð sigurverk, að þeim
skeikar ekki um eina mínútu á ári, þótt þau sje aldrei
stilt, og svo nákvæmlega hluta þau niður tímann, að
þau geta sfnt sjer hvern fjörutigi þúsundasta part úr
hverri sekúndu, en rafsegulmögnuð vjel markar allt
niður eptir því sem stjörnumeistarinn vill, því augað
getur ekki fylgt þessum gangi tímans; og geta menn
því hnitmiðað svo gang stjarnanna, að því verður ekki
lýst. —
Ljens eða óðalsaðallinn hætti á þrettándu öld,
eða missti að miklu leyti hið mikla vald, sem hann
hafði haft um margar aldir: nú varð hann að lúta
konungunuin, prestunum og lýðnum, því allir þessir
vildu líka hafa sinn rjett; og um þetta leyti byrjar
fyrst rjettur borgaralegs lífs. Guðfræðin ríkti raunar
mest í vísindunum, en hún hindraði þó ekki eins mikið
önnur vísindi, og menn skyldu halda, og það kom til
af því, að þau komust ekki eins langt og nú (því nú
koma vísindin víða í bága við guðfræðina). Marco
Polo (1250 —1300) og Rubruquis (um saina leyti)
fóru um Austurálfu, og sögðu frá þeim löndum; gerði
það þó lítið til framfara heimsins um stund. Aptur
á móti blómgaðist heimspekin mjög, og var sameinuð
guðfræðinni, og kölluð „philosophia scholastica“; þá
voru uppi Roger Bacon, Thoinas frá Aquino, Bona-