Ný sumargjöf - 01.01.1862, Blaðsíða 35
35
NAZARETH.
Trauðlega mun nokkur maður, er játar kristna trú,
hvers kyns sem er, stíga svo fæti á landið helga, að
hann eigi gagntakist helguin ótta, er hann minnist þess,
að lausnarinn er hjer borinn, að hann breiddi út um
þessar stöðvar hina heillaríku kenningu sína, svo að
allir, er vildu, gætu ratað út úr myrkri synda sinna;
að hann dó hjer píslarvættisdauða, til að Ijúka hinu
mikla verki sínu.
Vjer viljum virða fyrir oss bæinn Nazareth, þar
sem barnið Jesús lifði æskudrauma sína, er foreldrar
hans voru aptur komnir frá Egyptalandi, og óx að
aldri, vizku og náð hjá guði og mönnum. Umhverfis
bæinn eru víðir vellir, er liggja suður að Samaríu
íjöllum og norður að Líbanons hálsum. Ef menn ferð-
ast frá Nablus til Nazareth, liggur leiðin fram hjá hinu
fagra fjalli Hermon og hinu bratta Tabor, en er þeim
sleppir, taka við hálsar, er liggja út úr Líbanon, og á
einum þeirra liggur bærinn Nazareth, umkringdur dökk-
leitum viðsmjörsviði og fíkjutrjám. Hávaxin sýprustrje
gnæfa upp yfir bænahús bæjarins, en turn þess og
hvelfing mæna upp yfir önnur hús.
I miðjum bænuin er latínskt klaustur, og það svo
háreist, að það er áþekkt riddaraborgum miðaldanna.
Bæjarbúar eru á fjórðu þúsund að tölu, og eru flestir
þeirra kristnir eða Tyrkir, en engir eru þar Gyðingar.
Pflagrímar og ferðamenn gista í klaustrinu í herbergi
því, er „Casa Nuova“ nefnist. Munkarnir eru einkar
3*