Ný sumargjöf - 01.01.1862, Blaðsíða 13
13
aðar rjeðst fjölmennur riddaraflokkur, á þá Ríkarð og
bar skjótar að en svo, að þeir fengi tíma til að fara
í öll herklæði. Ríkarður hafði eigi hesta nema handa
10 riddurum. J>á, sem eigi höfðu hesta, ljet Rík-
harður fara i harðan hnapp, leggjast á annað knjeð;
skjóta fyrir sig skjöldunum og bíða svo þess, að fjand-
mennirnir veitti þeim aðgöngu. Tyrkir rjeðust sex
sinnum á þá, en fengu engu áorkað. Nú bauð Rík-
arður mönnum sínum að sækja að Tyrkjum. Síðan
hleypti hann með þeim 10 riddurum, sem hesta höfðu,
inn í hóp fjandmanna sinna, og stóðst ekkert fyrir
þeim; þeir voru þar eins og úlfar í sauðahóp. Eitt
sinn slógu hundrað Tyrkir hring um Ríkarð, en hann
brytjaði þá drjúgum niður, og var svo stórhöggur, að
hann sneið í einu höggi höfuðið, öxlina og handlegginn
af einum fjandnianna sinna. J>egar bardaginn stóð sem
hæst, kom sendiboði til hans og sagði honum, að Tyrkir
hefðu brotizt inn i bæinn. Ríkarður kvaðst mundu
drepa hann, ef hann eigi þegði yfir því; mönnum sínum
sagði hann, að hann ætlaði að bregða sjer til Joppe
og vita, hvernig þar væri ástatt. Síðan hleypti hann
til bæjarins við fimmta mann, og ruddi þeim um, sem
fyrstir urðu á vegi hans í bænum; skaut nú Tyrkjum
svo mikluin skelk í bringu, að þeir flýðu sem fætur
toguðu burt úr bænum. Að því búnu fór hann aptur
í bardagann, og lauk svo, að hann vann sigur.
Fyrsta dag septembermánaðar sömdu þeir Ríkarðar
og Saladdín þriggja ára vopnahlje. Síðan bjóst Ríli-
arður til heimferðar og lagði frá landi í októbermán-
uði 1192. En lengi rak Serki minni til Ríkarðs