Ný sumargjöf - 01.01.1862, Blaðsíða 113
113
verið sje að gabba sig. En svo var að sjá, sein
Gamba væri l'ull alvara. Fortunato seildist ekki eptir
úrinu, en sagði við Gainba: ,-pjer eruð að gjöra
gys að injer.“ — „Jeg segi þjer öldungis satt, jeg gabba
þig ekki. Segðu mjer einungis hvar hann Gianetto
er; þá skalt þú fá úrið.“ J>að var auðsjeð á
Fortunato að hann trúði honum ekki, og starði hann
í andlit Gamba til þess að sjá hvort hann mætti leggja
trúnað á orð hans. þá mælti Gamba: „þess sver jeg
dýran eið, að gefa þjer úrið, ef þú kaupir þessu við
mig; kalla jeg fjelaga mína til vitnis þar um.
og iná jeg ekki þessu bregða.“ Meðan hann talaði,
færði hann úrið nær og nær, rjett að kinninni
á sveininum. Sást gjörla á andliti sveinsins baráttan
milli ágirndarinnar og gestristniunar, og svo mikið var
honum niðri fyrir, að hann gat varla náð andanum.
ijrið dinglaði fram og aptur við andlit honum
og rakst stundum á nefið á honum. Loksins seildist
hann hægt og hægt með hægri hendinni eptir úr-
inu, þangað til hann kom við það með fingur-
gómunum; síðan tók hann alveg utan um það. Gamba
^ hjelt enn þá í endann á festinni. Fortunato leit enn
á úrið; það var fagurblátt að framan, umgjörðin
nýfáguð, og Ijóinaði af er sólin skein á. þetta fjekk
Fortunato ekki staðizt.
Sveinninn færði nú líka upp vinstri hendina, og
benti yfir' öxl sjer með þumalfingrinum á heykleggjann
fyrir aptan sig. j>að skildi Gamba. Nú var Fortunato
eigandi úrsins. Hann spratt upp skjótt, og gekk
nokkra faðma frá kleggjanum. f>eir fjelagur ruddu
Ný Sumargjöf 1862. 8